26. ágúst. 2011 10:43
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar ræddi á fundi sínum í gær um varnarlínuna milli upprekstrarlands Hálsasveitar og Reykholtsdals annars vegar og Þverárréttar hinsvegar á Arnarvatnsheiði. Girðingin er framhald af girðingu milli heimalands Gilsbakka í Hvítársíðu og afréttarlands Þverárupprekstrar. Nefndin lagði til að girðingin verði endurgerð en tekin upp að öðrum kosti. Girðingin er 8-9 km löng.