06. september. 2011 08:01
Undanfarna daga hefur verið unnið að þökulagningu opinna svæða í Borgarnesi. Meðal annars er verið að leggja lokahönd á þökulögn á hluta svæðisins milli þjóðvegar 1 og Digranesgötu. Unnið hefur verið við frágang svæðisins í áföngum sl. ár en að þessu sinni verða um 1.300 m2 þökulagðir. Þá verður svæðið við Landnámssetrið einnig lagfært, en gert er ráð fyrir að samtals verði um 4.000 m2 þökulagðir í Borgarnesi í haust, að sögn Halldórs Sigurðssonar framkvæmdastjóra HS verktaks, sem hefur umsjón með verkinu. Hér er Halldór ásamt tveimur starfsmönnum sínum á umferðareyjunni gegnt Geirabakaríi.