08. september. 2011 10:01
Anna Leif Elídóttir opnar sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi Laugardaginn 10. september nk. undir yfirskriftinni MATRICARIA MARITIMUM / UTERI. Anna Leif er fædd árið 1970. Hún nam við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hún starfar nú sem myndlistakennari á Akranesi. Sýningin stendur til 18. September og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17.
-Fréttatilk.