19. september. 2011 10:01
Í næsta mánuði stefnir endurmenntun LbhÍ að fræðsluþingi um járningar. Að þinginu standa Járningamannafélag Íslands og LbhÍ undir kjörorðunum fræðsla, kynning og skemmtun. Í boði verður fjölbreytt dagskrá sem byggist upp á námskeiði, fræðsluerindum og sýningum sem undirstrika mikilvægi góðrar hófhirðu og járninga þar sem fagleg vinnubrögð og líffræðileg þekking eiga að koma saman. Dagskrá verður á þá leið að á föstudagurinn 28. október verður haldið námskeið í sjúkra- og jafnvægisjárningum. Um kvöldið er stefnan að halda aðalfund Járningamannafélags Íslands. Laugardagurinn 29. október verður Dagur járninga. Opin dagskrá fyrir almenning, með fyrirlestrum, verksýningum og skemmtun. Dagskráin endar á Íslandsmóti í járningum sem nú verður haldið í þriðja sinn. Í tilkynningu frá skólanum segir að dagskrá verði nánar auglýst síðar en áhugasömum bent á að taka daginn frá.