28. september. 2011 06:48
Nemendafélag Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri stóð fyrir árlegu drulluboltamóti í fjörunni fyrir neðan engjarnar á Hvanneyri sl. föstudag. Þetta er í fimmta skipti sem nemendafélagið stendur fyrir móti af þessu tagi en það hefur vaxið jafnt og þétt að vinsældum frá byrjun og voru sjö lið sem mættu til keppni að þessu sinni, tvö frá Bifröst og fimm frá Hvanneyri. Lið Kollunnar sem var samsett af núverandi og fyrrverandi nemendum frá Hvanneyri bar sigur úr bítum, en liðsmenn þess vöktu athygli fyrir prúðmannlegan klæðnað, mættu jakkaklæddir til leiks. Kappvöllurinn var þó fljótur að breytast í drullusvað og erfitt að greina hver tilheyrði hvað liði þegar líða tók á keppnina, hvort sem þeir voru jakkaklæddir eða ekki.
Fleiri myndir frá mótinu eru í Skessuhorni sem kom út í dag.