Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2011 09:01

Ekki hægt að lifa af þessu lengur

„Það er verið að kippa grundvellinum undan því að maður geti haft lifibrauð af þessu,“ segir Jóhann Rúnar Kristinnsson útgerðarmaður í Rifi um nýlega verðhækkun Sjávarútvegs-ráðuneytisins á skötuselskvóta. Jóhann gerir út Birtu SH 707, 30 tonna bát sem hann hefur gert út á skötuselsveiðar. „Ég veiddi tólf tonn í fyrra og það slapp til að halda bátnum og borga laun. Ég sé hins vegar ekki fram á að miðað við þá 58% hækkun sem orðið hefur undanfarin tvö ár, úr 120 krónum í 188 krónur fyrir kílóið, komi ég til með að ná því á næsta kvótaári. Skötuselsveiðarnar eru það eina sem ég hef að treysta á, bátnum fylgir enginn kvóti svo hér sit ég og get eiginlega hvorki farið né verið,“ segir Jóhann.

"Ég, eins og margir fleiri í mínum sporum sem erum að rembast við að halda úti bátaútgerð án kvóta, byggjum okkar starfsemi á skötuselsveiðum. Með þessari einhliða ákvörðun er í raun verið að gera mörgum ókleift að gera sér lifibrauð af þessu og ég get ekki séð að Jón Bjarnason sé á nokkurn hátt orðinn frábrugðinn þeim sem hann gagnrýndi mest á sínum tíma og kallaði sægreifa.“

 

Í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag segir Bjarni Harðarson upplýsingafulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins að lagt hafi verið upp með að verð á úthlutuðum aflaheimildum frá ráðuneytinu væri lægra en á frjálsum markaði. Skötuselskvóti sem gengi kaupum og sölum á frjálsum markaði væri mun dýrari. Sú staðreynd og aukin eftirspurn eftir kvóta eru nefndar sem forsendur fyrir fyrrgreindri hækkun.

 

Ráðgefandi verð fyrir aflaheimildir á skötusel úr kvótakerfinu er á heimasíðu LÍÚ gefið upp 350 kr. fyrir kílóið en Jóhann segir að ekki sé hægt að setja það verð í samhengi. Þeir sem standi í sömu sporum og hann treysti á skötuselsveiðar eingöngu og hafi ekki neinn meðafla að treysta á ólíkt þeim sem versli með aflaheimldir úr úthlutuðum kvótaheimildum.

 

„Sá kvóti sem ráðuneytið er að leigja er í raun kvóti sem var innkallaður frá útgerðarmönnum sem borguðu fullt verð fyrir, svo Jón Bjarnason er í raun ekki á nokkurn hátt betri en þeir sem hann tók kvótann af í upphafi. Þess má líka geta að verð á fiskmarkaði fyrir skötusel hefur nánast ekkert hækkað á undanförnum árum. Þessi einhliða ákvörðun um hækkun á kvóta er í meira lagi gerræðisleg og hefur ekkert með markaðslögmál að gera,“ segir Jóhann að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is