03. október. 2011 03:07
Hjónin Helga Guðmundsdóttir og Ingi Steinar Gunnlaugsson hafa á undangengnum árum tekið ógrynni af ljósmyndum af fuglum. Á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, hefur verið sett upp sýning, sem þau kalla Fuglarnir okkar, þar sem sjá má nokkur sýnishorn af þeirri vinnu. Þess má geta að Helga og Ingi Steinar eru félagar í Vitanum, félagi áhugaljósmyndara á Akranesi.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 18 og laugardaga frá kl. 11 til 14. Hún mun standa til 5. nóvember næstkomandi.