04. október. 2011 11:52
Í morgun byrjuðu starfsmenn Siglingastofnunar að gera við festingar innsiglingar-baujunnar sem slitnaði upp út af Suðurflös á Akranesi sl. föstudag. Hnausþykk keðjan sem heldur baujunni niðri hefur nuddast í sundur neðst og verður skipt um neðri helming hennar, alls 27 metra, því sá hluti var farinn að láta á sjá en alls er keðjan 56 metrar að lengd. Steinsteyptur klumpur heldur svo baujunni en hann er fjögurra tonna þungur. Starfsmennirnir sögðu helsta vandann vera að finna skip til að draga baujuna út og hífa fjögurra tonna klumpinn því ekkert varðskip væri tiltækt.