04. október. 2011 02:47
Bifreið skemmdist lítillega þegar bílstjóri ók á trédrumb á Faxabraut á Akranesi sl. laugardagsmorgun. Drumbinum skolaði upp á götuna í óveðri sem gekk yfir nóttina áður. Þá skullu tvær bifreiðar harkalega saman á Kalmanstorgi við Esjubraut á sunnudagskvöldið með þeim afleiðingum að önnur snérist á veginum og hin hafnaði utan vegar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Báðir bílarnir skemmdust talsvert og þurfti að flytja annan af vettvangi með kranabifreið.