06. október. 2011 08:01
Aldís Stefánsdóttir hefur búið á Hellissandi frá 15 ára aldri en er fædd og uppalin í Neskaupstað. Á sýningunni “Hlutir með sögu og sál,” sem sett var upp á Snæfellsnesi síðasta vor átti Aldís tvo hluti sem báðir áttu sér sögu og sál. Annars vegar var um að ræða bréf sem komst þó aldrei til skila og hins vegar fallegt postulínsstell sem foreldrar Aldísar fengu í brúðargjöf árið 1934. Blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn til Aldísar á Hellissand í liðinni viku og forvitnaðist nánar um þessar skemmtilegu sögur og hluti frá sýningunni og einnig um konuna sjálfa sem bjó sér heimili undir jökli á Snæfellsnesi í 62 ár ásamt eiginmanni sínum Aðalsteini Jónssyni.
Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær er rætt við Aldísi Stefánsdóttur á Hellissandi.