10. október. 2011 08:01
Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn tóku þátt í landsæfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldin var á Ísafirði sl. laugardag. Auk þeirra komu um tvö hundruð manns að þessari stærstu æfingu félagsins á árinu og gengdu þeir hlutverkum slasaðra og ýmsum öðrum verkefnum. Björgunarsveitunum sem þátt tóku var skipt í um 40 hópa sem fengust við um 60 verkefni af ýmsum toga, svo sem rústabjörgun, fyrstu hjálp, leit, aðkomu að hópslysum og verkefni fyrir bíla, fjórhjól og leitarhunda. Að sögn stjórnar Landsbjargar gekk æfingin vel þrátt fyrir að veður hafi verið „æfingavænt,“ eins og Landsbjargarmenn orða það; rigning, vindur og þoka.