11. október. 2011 08:01
Ómar Ragnarsson var heiðraður á aðalfundi samtakanna Landsbyggðin lifir sem haldinn var á Ketilsási í Fljótum sl. laugardag. Stjórn LBL vill með viðurkenningunni til Ómars þakka honum góð störf í þágu landsbyggðarinnar á undanförnum áratugum. Ekki síst fyrir að vekja athygli þjóðarinnar á að hætta að sökkva landinu okkar fagra. Gjöfin til Ómars var málverk sem hjónin á Bjarnagili í Fljótum, Trausti Sveinsson og Sigurbjörg Bjarnadóttir, gáfu Landsbyggðinni lifi 2010 og færðu þau honum það á fundinum. Málverkið er af Stíflu í Fljótum og miðlunarlóninu eftir að vatninu var hleypt á laust fyrir miðja seinustu öld.