11. október. 2011 09:01
Vinnumálastofnun og EURES standa fyrir starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 14. október kl. 17-20 og laugardaginn 15. október kl. 12-18. Á kynningunni verða kynnt laus störf og veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar segir að einnig gefist fólki færi á að ræða beint og milliliðalaust við evrópska atvinnurekendur.