10. október. 2011 04:14
Kjalar, fyrirtæki Ólafs Ólafssonar sem kenndur er við Samskip, hefur framselt Arion banka öll hlutbréf félagsins í HB Granda hf. Um er að ræða hluta af skuldauppgjöri Kjalars við bankann. Við framsalið eignaðist Arion banki um 33% hlut í HB Granda. Í tilkynningu kemur fram að eignarhlutur bankans í HB Granda verður settur í söluferli þegar aðstæður leyfa.