Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2011 08:01

Ísland ætti miklu fremur að vera kennt við Dubai norðursins en Zimbabwe

Frá því að Þórður Magnússon flutti til Grundarfjarðar fyrir tíu árum hefur hann rekið fiskverkun, útgerð, slægingarþjónustu, útflutning á fiski í gáma og flug, verið með umsjón á loðnu-, síldar- og loðnuhrognafrystingu, séð um fiskmarkað og frystihótel, unnið í því að koma á fót ísverksmiðju og rekið veitingastað. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í bæjarpólitíkinni í Grundarfirði frá 2006, er nú oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og varaforseti bæjarstjórnar. Þórður situr ekki auðum höndum, kemur hlutunum í verk og liggur ekki á skoðunum sínum.

 

 

 

 

Í viðtali við Þórð í Skessuhorni vikunnar lýsir hann íslenskum stjórnvöldum við sært dýr sem skríði inn í holu til þess að sleikja sárin. Ein sterkasta birtingarmynd þess hversu hrædd og særð við erum sé þegar við þorum ekki að taka á móti erlendu fjármagni frá Kínverja sem vill koma á fót grænni ferðaþjónustu. “Eins og staðan er í dag er auðveldara að koma með erlent fjármagn inn í Norður Kóreu en til Íslands,” fullyrðir Þórður. “Á meðan höldum við áfram að missa gott fólk úr landi. Þetta er eins og þegar Pólverjarnir komu fyrst til Íslands. Við fengum ekkert þversnið af Póllandi hingað til lands, heldur var þetta fólkið sem barði í borðið og sagði: “Nei! Ég á betra skilið.” Við erum að missa frá okkur frumkvöðla og leiðtoga, framtíðar drifkraft í íslensku atvinnulífi,” sagði hann. “Lykillinn af árangri er að velja sér áfangastaðinn en ekki leiðina. Við verðum að vera tilbúin til þess að skipta um gír, skipta um kerfi á leiðinni, ef það hjálpar okkur að komast á áfangastaðinn. Við eigum ekki að ákveða einhverja aðferð í upphafi og nota hana sama hvað, þó ekkert miðist áfram. Miðað við allar auðlindirnar sem við eigum ætti Ísland að vera Dubai norðursins, en ekki Zimbabwe norðursins.”

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Þórð Magnússon um stöðu landsmálanna, stefnuleysi eigin flokks og annarra, aðild að Evrópusambandinu og sitthvað fleira í hreinskiptu spjalli.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is