12. október. 2011 03:01
Eyþór Kristjánsson matreiðslumaður var hár og grannur piltur í uppvextinum á Akranesi. Þegar hann byrjaði í kokkanámi á átjánda ári fór hann að bæta utan á sig. Árið 2008, þegar Eyþór vantaði tvö ár í fertugt, sagði hann að þyngdin hafi verið orðin ískyggilega mikil, það mikil að hann vildi alls ekki að blaðamaður Skessuhorns skrifaði töluna þegar tekið var hús á honum á Smáraflöt á dögunum. Eyþór var þá nýlega kominn úr sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hann hljóp Berlínarmaraþonið 25. september með glæsibrag. Eyþór var lítið í íþróttum sem barn og unglingur, einungis í skólasundi og aðeins í körfubolta. Núna síðustu misserin eftir að hann breytti um lífsstíl hefur hann stundað stífa líkamsrækt í Boot Camp í Reykjavík. Hjólreiðarnar eru líka stór þáttur í hans æfingum auk þess að hlaupa reglulega, en samt ekki í neinni líkingu við það sem fólk gerir þegar það er að æfa fyrir maraþonhlaup.
Nánar er rætt við Eyþór Kristjánsson í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.