17. október. 2011 11:01
Í dag fer í gang hreinsunarátak á iðnaðarlóðum á Akranesi og mun Íslenska gámafélagið sækja það sem til fellur við hreinsunina þar sem þess er óskað. Þetta átak er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Íslenska gámafélagsins og stendur til 21. október næstkomandi. Fyrirtækjum er veitt þessi þjónusta þeim að kostnaðarlausu og er vonast til að sem flestir fyrirtækjaeigendur sjái sér fært að nýta sér þetta frábæra tækifæri og taka þátt í að snyrta og fegra í kringum fyrirtæki sín svo sómi verði af. Þeir sem ekki hafa fengið tilkynningu í pósti, en vilja taka þátt, geta fengið nánari upplýsingar með því að hafa samband við byggingarfulltrúa Runólf Þ. Sigurðsson eða garðyrkjustjóra Írisi Reynisdóttur í síma 433-1000.