14. október. 2011 06:45
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að veita frían aðgang að þreksal og sundlaug Heiðarborgar út þetta skólaár. Hugmyndin er hugsuð í tilraunaskyni til að auka heilsu og heilbrigði í sveitarfélaginu með því að auka aðsókn í íþróttaaðstöðuna. Ennþá verður hægt að leigja sundlaug á 2.000 kr. tímann sem og íþróttasal. Einnig þarf að borga fyrir sérstök námskeið.