14. október. 2011 11:23
Brotist var inn í vörugeymslu Ragnars og Ásgeirs ehf. í Grundarfirði í nótt. Að sögn lögreglu voru teknir fjórir hjólbarðar og þá var stolið peningum úr skúffu á skrifstofunni. Málið er í rannsókn og er þeim sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á þessu svæði í nótt bent á að hafa samband við lögregluna í Grundarfirði í síma 430-4144.