14. október. 2011 03:59
Vilhjálmur Birgirsson formaður Verkalýðsfélags Akraness lagði fram tvær ályktanir á þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk í dag. Önnur þeirra, ályktun um leiðréttingu á þeim forsendubresti sem varð í kjölfar efnahagshrunsins, var samþykkt en hin, tillaga um afnám verðtryggingar, var felld. Á heimasíðu verkalýðsfélagsins segir Vilhjálmur niðurstöðuna valda sér bæði undrun og hryggð. „Það er með ólíkindum í ljósi þess að verðtryggingin hefur leikið skuldsett heimili skelfilega á liðnum árum og áratugum. Hvernig má það vera að verkalýðshreyfingin skuli ekki vera í sama takti og hinn almenni félagsmaður hvað þetta brýna hagsmunamál varðar?“ spyr Vilhjálmur meðal annars.
Sjá nánar á www.vlfa.is