17. október. 2011 02:28
Frá því í morgun hefur verið allhvasst um allt vestanvert landið. Vindur í hviðum fer upp fyrir 20 m.sek á öllum sjálfvirkum veðurstöðvunum sem tengdar eru hér á vef Skessuhorns, utan Svínadals í Dölum. Mestur er vindhraðinn á Kjalarnesi þar sem vindur slær hátt í 40 m.sek í hviðum, nú á þriðja tímanum í dag. Ferðir Strætó bs á Akranes falla niður alltaf þegar vindur í hviðum fer upp fyrir 30 m.sek. og á það við nú.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú klukkan 15 segir að óveður sé á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hálka er á Fróðarárheiði og hálkublettir við Hraunsmúla. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Svínadal.