20. október. 2011 10:01
Meðal dagskrárliða á Sauðamessunni, sem fram fór síðastliðinn laugardag í Borgarnesi, var veiting umhverfis-viðurkenninga í Borgarbyggð. Að þessu sinni varð fyrir valinu sem snyrtilegasta bændabýlið Hrauntún í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Snyrtilegasta lóðin við íbúðarhús var Túngata 7 á Hvanneyri og snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði Vegagerðin í Borgarnesi. Sérstaka viðurkenningu vegna umhverfismála á þessu ári hlaut Guðríður Ebba Pálsdóttir fyrir óeigingjarnt starf við fegrun umhverfis á golfvellinum á Hamri.
Myndin er frá veitingu umhverfisviðurkenninga Borgarbyggðar. Fulltrúar Hrauntúns í fyrrum Kolbeinsstaðarhreppi, hjónin Hrefna Heiðarsdóttir og Haukur Gunnlaugsson, frá eigendum Túngötu 7 á Hvanneyri mætti dótturdóttur þeirra Jakobínu B. Jónasdóttur og Trausta Eyjólfssonar til að taka við viðurkenningunni, frá Vegagerðinni Valgeir Ingólfsson og Guðríður Ebba Pálsdóttir fékk sérstök umhverfisverðlaun. Ragnar Frank Kristjánsson afhenti viðurkenningarnar.