Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2011 04:01

Óviðunandi fjarskiptasamband á sunnanverðu Snæfellsnesi

Fjarskipti á sunnanverðu Snæfellsnesi eru langt frá því að vera ásættanleg, segja bændur og ferðaþjónustufólk á svæðinu. Einungis sé í boði örbylgjutenging sem dettur út í þoku og rigningu, og þá sé hraðinn á internettengingunni slíkur að nær ómögulegt er að athafna sig á netinu á álagstímum. “Hér er nánast enginn hraði á netinu nema þegar fólk er sofandi á nóttunni. Ég þarf að vakna eldsnemma á morgnanna til að gera það sem ég þarf að gera á netinu, borga reikninga og þess háttar. Eftir það loka ég bara tölvunni því það er ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut,” sagði Kristján Magnússon bóndi á Snorrastöðum í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi í samtali við Skessuhorn. Í sama streng hafa fleiri tekið, m.a. bændur í Staðarsveit og Eyja- og Miklaholtshreppi sem Skessuhorn hefur rætt við.

Ítarlega er fjallað um málið í Skessuhorni vikunnar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is