20. október. 2011 04:01
Fjarskipti á sunnanverðu Snæfellsnesi eru langt frá því að vera ásættanleg, segja bændur og ferðaþjónustufólk á svæðinu. Einungis sé í boði örbylgjutenging sem dettur út í þoku og rigningu, og þá sé hraðinn á internettengingunni slíkur að nær ómögulegt er að athafna sig á netinu á álagstímum. “Hér er nánast enginn hraði á netinu nema þegar fólk er sofandi á nóttunni. Ég þarf að vakna eldsnemma á morgnanna til að gera það sem ég þarf að gera á netinu, borga reikninga og þess háttar. Eftir það loka ég bara tölvunni því það er ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut,” sagði Kristján Magnússon bóndi á Snorrastöðum í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi í samtali við Skessuhorn. Í sama streng hafa fleiri tekið, m.a. bændur í Staðarsveit og Eyja- og Miklaholtshreppi sem Skessuhorn hefur rætt við.
Ítarlega er fjallað um málið í Skessuhorni vikunnar.