24. október. 2011 08:01
Á fundi stjórnenda sveitarfélaga á Vesturlandi í síðustu viku var samþykkt ályktun um að staðinn verði vörður um þá grunnþjónustu sem til staðar er í heilbrigðiskerfinu á svæðinu:
„Fundur framkvæmdastjóra og oddvita sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var 17. október sl. beinir þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðisyfirvalda, þ.e. stjórn og stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og velferðarráðuneytis, að ekki verði skorið niður í grunnþjónustu við íbúa einstakra svæða á Vesturlandi eins og áform eru um. Niðurskurður má ekki beinast að heilsugæslunni, t.d. með því að heilsugæslustöð verði án læknis hluta úr ári. Nauðsynlegt er að staðið verði vörð um slíka grunn- og nærþjónustu við íbúa svæðisins allt árið um kring.“