24. október. 2011 01:31
Slökkvilið Snæfellsbæjar er nú að reykræsta hús sem stendur við hlið Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Þar kom eldur upp í eldavél og við það sviðnaði vélin og myndaðist mikill reykur. Húsið er nýtt sem smíðastofa og er ekki sambyggt skólanum og því var ekki hætta á að eldurinn bærist þangað. Enginn var í húsinu þegar reykurinn kom upp.