Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2011 09:01

Skagastúlka ein af tuttugu sem fengu draumaferð Vildarbarna

Á fyrsta vetrardag síðastliðinn laugardag var 20 börnum afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Alls hafa rúmlega 300 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans. Þetta er 17. úthlutun sjóðsins og níunda starfsár hans. Eitt þeirra tuttugu barna sem duttu í lukkupottinn og fara í átta daga draumaferð ásamt fjölskyldu sinni er Rakel Rósa Þorsteinsdóttir 14 ára stúlka á Akranesi. Hún hefur um nokkurra ára skeið átt við gigtarsjúkdóm að stríða. Rakel sagðist í samtali við Skessuhorn vera ákaflega glöð að hafa fengið þennan ferðastyrk og hún hefur sett stefnuna á að komast til Orlando í Bandaríkjunum næsta sumar og dvelja þar í átta daga eins og ferðastyrkurinn býður upp á.

 

 

Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Icelandair Group. Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Vildarklúbbi Icelandair sem geta gefið af Vildarpunktum sínum, með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair, sölu á Vildarenglinum um borð í vélum Icelandair og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og söluskrifstofu Icelandair.

Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess og er allur kostnaður greiddur; flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Við síðustu úthlutanir hafa margar fjölskyldnanna valið að fara til Flórída og heimsækja Disneyland.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is