27. október. 2011 08:01
Tax Free dagar hefjast í dag í nokkrum verslunum á Akranesi, þar á meðal Model, Bjargi og Litlu búðinni, og standa fram á laugardag. Á sama tíma auglýsir Ozone haustútsölur í verslun sinni. Hugmyndin bak við Tax Free daga er að bjóða Íslendingum upp á svipuð kjör og erlendir ferðamenn njóta hér á landi. Útlendingar geta fengið bróðurpart virðisaukaskattsins endurgreiddan þegar þeir yfirgefa landið og verður sambærilegur afsláttur í boði hjá þeim verslunum sem standa að Tax Free dögum. Allir ættu því að geta gert góð kaup á Akranesi á næstu dögum. Tilboðsdagarnir eru haldnir í tengslum við Vökudaga á Akranesi sem einnig hefjast í dag.