27. október. 2011 06:49
Folaldasýning var haldin í Snæfellingshöllinni í Grundarfirði sl. sunnudag. Folald sýningarinnar var valið af áhorfendum, Dagur frá Kóngsbakka, leirljós undan Dís frá Reykhólum og Mátti frá Leirulæk. Eigandi hans er Lárus Hannesson.
Annars féllu dómar efstu þriggja þannig á folaldasýningunni:
Hryssur:
1. Jara frá Brimilsvöllum, jörp, móðir Yrpa frá Brimilsvöllum, faðir Breki frá Brimilsvöllum, eigandi Gunnar Tryggvason.
2. Gola frá Bjarnarhöfn, ljósjörp, móðir Rjúpa frá Bjarnarhöfn, faðir Dofri frá Steinnesi, eigandi Herborg Sigurðardóttir.
3. Aska frá Grundarfirði, brún, móðir Fluga frá Grundarfirði, faðir Dofri frá Steinnesi, eigandi Tinna Mjöll Guðmundsdóttir.
Hestar:
1. Kjarval frá Hellnafelli, rauðstjörnóttur, móðir Snilld frá Hellnafelli, faðir Kjarni frá Þjóðólfshaga, eigandi Kolbrún Grétarsdóttir og Kristján Oddsson.
2. Röðull frá Söðulsholti, rauður með halastjörnu, móðir Lipurtá frá Söðulsholti, faðir Ábóti frá Söðulsholti, eigandi Söðulsholt.
3. Kjölur frá Hrísdal, rauðstjörnóttur, móðir Þófta frá Hólum, faðir Sveinn-Hervar frá Þúfu, eigandi Hrísdalshestar.