Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2011 10:31

Skeljungur byggir Stöð í Borgarnesi á næsta hálfa ári

Skeljungur er nú byrjaður að framkvæma á lóð fyrirtækisins við Brúartorg í Borgarnesi. Húsið sem hýsti verslun og veitingastað verður rifið fljótlega og þá verður hafist handa við byggingu nýs húss. Á meðan mun í litlu þjónustuhúsi sem sett hefur verið upp til bráðabirgða verða seldar helstu nauðsynjar, bensín og olíur. „Við erum að fara að rífa niður gamla söluskálann. Sú vinna verður að mestu unnin af heimamönnum. Húsnæðið verður byggt upp frá grunni með bættri veitingasölu, bættu aðgengi fyrir bíla og aðgangi í bílalúgu og mun auka valkosti í veitingum fyrir heimamenn og aðra vegfarendur,“ segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Skeljungs í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Hann segir að markmiðið sé einnig að gera vel við langferðabíla og önnur stærri ökutæki enda sé Borgarnes fyrsta stopp margra sem leið eiga vestur og norður frá Reykjavík. Veitingasalan verður undir nafni Stöðvarinnar (www.stodin.is) sem er nýleg veitingasala við valdar bensínstöðvar Orkunnar og Shell og býður upp á hágæða kaffi, panini, hamborgara og fleira.

Einar Örn segir að áætluð verklok séu í maí á næsta ári. „Lokið verður að semja við verktaka síðar í þessari viku og því ekki tímabært að uppljóstra því hér, en vænta má að sá verktaki sem fær verkið muni nýta sér starfskrafta heimamanna í miklum mæli.“

 

Þar sem umræða um skort á þvottaplönum í Borgarnesi hefur verið hávær undanfarið var Einar Örn spurður um hvort slíkt yrði að finna við nýju stöðina. „Þvottaplan er ekki inni í núverandi áætlun. Ástæðan er helst sú að framkvæmdin ein væri gríðarlega kostnaðarsöm og þótt bílaplanið virðist stórt þá þurfa langferðabílar mjög stórt svæði til að athafna sig á lóðinni og þá myndi bílaþvottaplan gera það erfitt. Að teknu tilliti til þeirra þarfa og rekstrarkostnaðar við þvottaplön, svo sem hreinsun á olíuskiljum og síum og reglulegur flutningi þeirra, var ákveðið að þvottaplönin verði ekki til staðar fyrst um sinn. Því miður.“

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is