28. október. 2011 10:01
Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings frá Ólafsvík, verður næstu dagana við æfingar hjá norska félaginu Hönefoss. Liðið er svo gott sem er búið að tryggja sér sæti í norsku úrvalsdeildinni, þótt ein umferð sé eftir. Með Hönefoss leika íslensku varnarmennirnir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Þorsteinn Már er sem kunnugt er framherji, 21 árs að aldri, og hefur hann skorað mikið og verið í lykilhlutverki hjá Víkingi Ólafsvík undanfarin ár. Í haust hefur hann verið í láni hjá Raufoss og þótt standa sig vel í norsku C-deildinni í þeim leikjum sem hann spilaði. Hann er samningsbundinn Víkingi út næsta tímabil en mörg félög í Pepsi-deildinni hafa sýnt honum áhuga að undanförnu, að því er fram kemur á vefnum fotbolti.net