28. október. 2011 03:06
Baggalútur hefur gefið út bókina „Riddararaddir: 33 íslenskar samhverfur með myndum.“ Baggalútur hefur um árabil lagt metnað sinn í að safna íslenskum samhverfum, sem eru orð og setningar sem lesa má jafnt afturábak og áfram. Dæmi: riddararaddir, raksápupáskar, apar hrapa, amma sá afa káfa af ákafa á Samma o.s.frv. Bókin markar upphaf útgáfu Vísdómsrita Baggalúts, en önnur bók „Týndu jólasveinarnir“ er væntanleg í sömu ritröð fyrir jólin. Listamaðurinn Bobby Breiðholt myndskreytir hverja samhverfu af mikilli íþrótt og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ, ritar lærðan formála.
-fréttatilkynning