31. október. 2011 08:53
Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er nú krapi á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er ófært um Þröskulda og beðið með mokstur. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði en þar er mjög hvasst. Varað er við óveðri á Klettshálsi. Hálka er á Gemlufallsheiði og Kleifaheiði. Hálkublettir eru á Mikladal. Dynjandisheiði er þungfær og Hrafnseyrarheiðin ófær. Á Norðurlandi er verið að hreinsa allar helstu leiðir. Á Austurlandi er snjóþekja eða krap á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Fagradal. Vegir eru auðir um allt sunnanvert landið.