31. október. 2011 11:33
Leikfélag Mosfellssveitar sviðsetur draugasögur úr Mosfellssveitinni og kemur aðeins við á Akranesi í kvöld. Þar verður flutt skemmtildagskrá sem flutt var á Menningarvori í Mosfellssveit síðastliðið vor. Mórar og meyjar verða gestir í Vinaminni á Akranesi klukkan 20 í kvöld. Feðgarnir í Tindatríóinu og Sveinn Arnar Sæmundsson sjá um að flytja viðeigandi tónlist. Kaffi og konfekt á borðum. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en ekki er tekið við greiðslukortum. Dagskráin er liður í Vökudögum, menningarhátíð á Akranesi.