31. október. 2011 12:54
Lögreglan á Akranesi gerði síðastliðinn föstudag leit í húsi í bænum að fengnum úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Rökstuddur grunur lá fyrir um að í húsinu færi fram ræktun kannabisefna. Hann var staðfestur þar sem við leitina fundust 12 kannabisplöntur. Húsráðandi var handtekinn og gekkst hann við ræktuninni, en kvað efnin ætluð til eigin nota.