15. nóvember. 2011 06:44
Sunnudagurinn 20. nóvember er alþjóðlegur minningardagur sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir og er tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Klukkan 11:00 á sunnudaginn er ætlunin að boða til einnar mínútu þagnar til minningar um þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum. Í tilkynningu frá Umferðarstofu er almenningur hvattur til að vekja athygli á þessu og nota þennan tíma til að leiða hugann að fórnarlömbum umferðarslysa með því að taka þátt í einnar mínútu þögn klukkan 11:00 sé þess kostur.