25. nóvember. 2011 08:01
Theódóra Matthíasdóttir hóf störf hjá Náttúrustofu Vesturlands í maí árið 2010 og hefur starfstitilinn Umhverfisfulltrúi Snæfellsness. Theódóra er bæði ferðamálafræðingur og jarðfræðingur. Hún kann vel við sig á Vesturlandi og þrátt fyrir að hafa aðeins búið þar í rúmlega eitt og hálft ár hefur hún þegar fest kaup á gömlu og virðulegu húsi í Stykkishólmi. Theódóra er þrjátíu og tveggja ára gömul og byrjaði sitt háskólanám í ferðamálafræði, fann sig ekki fullkomlega í henni. Theódóru fannst þó ferðamálafræðin skemmtileg og kláraði hana. Hún fór svo yfir í jarðfræðinám enda hafði hún alltaf haft áhuga á jarðfræði. Hún hefur unnið víða um land með námi eftir það en segist nú vera sest að í Stykkishólmi.
Theódóra Matthíasdóttir jarðfræðingur er í viðtali í aðventublaði Skessuhorns.