Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2011 06:44

Öryggi strætófarþega ógnað?

Gert er ráð fyrir að strætisvagnar sem fara leiðina milli Akraness og Mosfellsbæjar hafi pláss fyrir standandi farþega, samkvæmt nýju útboði Strætó bs. Þá skuli annar af tveimur almenningsvögnum vera tæplega 15 metrar að lengd. Þessu hafa bjóðendur harðlega mótmælt enda ólöglegt að vera án öryggisbelta í ökutækjum. Þá megi heldur varla hreyfa vind, á annars vindasömu svæði, til þess að 15 metra langur vagn komist ekki leiðar sinnar. Nú þegar falla strætóferðir niður á þessari leið fari vindhviður yfir 30 m/sek á Kjalarnesi. Því megi gera ráð fyrir að stærri vagnar en nú eru notaðir taki á sig enn meiri vind.

Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó bs. kveðst aðspurður í samtali við Skessuhorn óheimilt að tjá sig um útboðið, skilmála þess og einstök efnisatriði meðan útboðsferli er í gangi. Þá var reynt að fá upplýsingar um útboðsskilmála frá Innkaupaskrifstofu Reykjavíkur, en þaðan höfðu ekki borist svör þegar þetta er ritað.

 

 

 

 

 

Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi frá Umferðastofu segir það ástand sem hér virðist vera að skapast allt annað en ákjósanlegt með tilliti til umferðaröryggis og hefur Umferðastofa ítrekað látið það sjónarmið í ljósi. „Svo virðist sem regluverkið heimili notkun hópbifreiða með þessum hætti þannig að hægt sé að gera ráð fyrir standandi farþegum (í stæðum) og því er lítið sem Umferðarstofa getur gert í þessu máli að svo stöddu. Það er þó jákvætt að samkvæmt okkar vitneskju er sú hópbifreið sem notuð verður í akstrinum útbúin svokölluðum rúlluöryggisbeltum sem þýðir að sitjandi farþegar munu koma til með að vera í beltum, ólíkt því sem gerist t.d. í strætisvögnum. Hins vegar munu þeir sem standa í þar til gerðum stæðum bifreiðanna gera það án öryggis- eða verndarbúnaðar, sem er að okkar mati ekki ásættanlegt og þvert á óskir Umferðarstofu um öryggi farþega,“ segir Einar Magnús.

Í reglugerð frá Umferðastofu um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum segir meðal annars að undanþága frá notkun öryggisbeltis sé þegar ekið er í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og fara þarf úr og í ökutæki með stuttu millibili. Hámarkshraði milli Akraness og Mosfellsbæjar er hins vegar á bilinu 80 til 90 km/klst og þá er heldur ekki hægt að segja að vagninn sé stoppaður með stuttu millibili. Vaknar því spurningin hvort samkvæmt lögum sé hægt að leyfa farþegum að standa á þessari leið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is