24. nóvember. 2011 10:52
Dregið var í Víkingalottóinu í morgun klukkan 9, en fresta þurfti útdrættinum vegna tæknilegra vandamála í gær. Ofurtalan sem margir hafa beðið eftir kom ekki upp í útdrættinum og gæti því fyrsti vinningur orðið 2,9 milljarðar króna næst, sem jafnframt er langstærsti pottur frá upphafi. Það voru tveir Danir sem skiptu fyrsta vinningi í Víkingalottóinu á milli sína að þessu sinni og fær hvor rétt tæplega 139 milljónir í sinn hlut. Einn vann tvær milljónir í Jókernum; var með allar tölurnar í réttri röð. Þessi heppni miðaeigandi keypti miðann í Hobbitanum, Ólafsbraut 19 í Ólafsvík.
Þá unnu átta 100 þúsund krónur í Jókernum og voru vinningsmiðarnir seldir á eftirtöldum stöðum: Hagkaupi, Furuvöllum 17 á Akureyri, Hjartarbúð, Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, Olís á Dalvík, N1, Hringbraut 12 í Reykjavík, tveir eru með tölurnar sínar í áskrift og tveir miðanna voru keyptir hér á heimasíðunni: www.lotto.is