24. nóvember. 2011 12:57
Þéttskipað var á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í morgun þegar fram fór dimmisjón í skólanum. Nemendur skólans sem brautskráðir verða nú í lok haustannar dimiteruðu að venju í tilefni þess að kennslustundir samkvæmt stundatöflu eru að baki og framundan er prófalestur. Mikil líf og fjör var á sal en að þessu sinni völdu brautskráningarnemar að skrýðast búningum þeirra Karíusar og Baktusar. Eins og jafnan var á grínaktugan hátt fjallað um ýmislegt sem komið hefur upp í kennslustundum og í skólanum á önninni. Kennararnir tóku virkan þátt í þessu gríni. Einstakir nemendur urðu að skotspæni, vegna athygli sem þeir höfðu vakið í skólanum, og m.a. kom til umfjöllunar klæðaburður í tímans rás. Meðal annars pilsasídd og annað. Af því tilefni voru t.d. látin fljóta með þau fleygu orð, “meira hold, minni gáfur.”