10. desember. 2011 12:01
“Ég kann mjög vel við mig hérna í Hólminum. Í kringum mig er gott fólk og gaman að lifa í þessum litla körfuboltaheimi sem hér er. Það er líka gaman að búa í þessum fallega bæ, fallegasta bæ landsins. Ég kann vel við vinnuna á Náttúrustofunni og fyrir utan vinnutímann snýst lífið má segja algjörlega um körfuboltann. Ég þjálfa einn flokk, 10. flokk stráka, og svo eru æfingar hjá okkur í meistaraflokknum nær daglega. Þannig að ég er venjulega ekki kominn heim fyrr en á níunda tímanum og þá er ekki mikið eftir af kvöldinu,” segir Pálmi Freyr Sigurgeirsson Kópavogsbúinn sem þekkir það orðið vel að búa í Stykkishólmi. Hann hefur nú verið í Hólminum á þriðja ár eftir að hafa dvalið þar tíma og tíma áður, en hann lék tvær stakar leiktíðir með Snæfelli núna fyrir síðustu törnina sem byrjaði haustið 2009.
Spjallað er verið Pálma Frey Sigurgeirsson í Skessuhorni vikunnar.