15. desember. 2011 08:01
Nú að undanförnu hefur verið talsvert um að hestar sjáist á vegum eða við vegi á Vesturlandi. Í sumum tilfellum með skelfilegum afleiðingum, en vitað er um að minnsta kosti þrjá hesta sem hafa látið lífið í umferðinni á síðustu vikum. Í vikunni sem leið komu upp þrjú tilfelli í nágrenni Borgarness þar sem hestar komust út á þjóðveginn.
Lögreglan vill beina þeim tilmælum til eigenda og umsjónamanna hesta að huga að girðingum og ristarhliðum vegna snjóa, en þar vill snjór safnast í svo auðvelt er fyrir hestana að komast þar út úr girðingum, að sögn lögreglu.