15. desember. 2011 03:01
Brátt mun heyra sögunni til gamlar stríðsminjar sem fram á þennan daga hafa komið að góðum notum sem tækjageymsla við Garðavöll, völl Golfklúbbsins Leyni, en nú á að byggja nýja vélaskemmu við Garðavöll. Gamli herbragginn á sér samt, eins og margar gamlar byggingar, sína sögu. Til okkar á ritstjórn Skessuhorns leit inn á dögunum Gestur Friðjónsson til að segja frá tímabili þar sem gamli bragginn þjónaði mikilvægu hlutverki. Þetta var bara örfáum árum eftir en hann var í notum setuliðsins á Skaganum, það er eftir seinna stríð, þegar jarðabætur voru í algleymingi á Íslandi, vélaöldin að ganga í garð og stórvirk tæki tóku við af verkfærum sem dráttarhestar voru beittir fyrir eða jafnvel mannshöndin. Gamli bragginn var nefnilega fyrsta verkstæði verkfæranefndar ríkisins sem síðar hét Vélasjóður ríkisins.
Gestur Friðjónsson rifjar upp sögu herbraggans í Skessuhorni vikunnar.