Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga

Höfum til sölu sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga í heilum metrum. Leitið upplýsinga á postverslun.is
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2011 06:01

Rotnandi síld í Breiðafirði

Sjómenn í Stykkishólmi segja mikið af dauðri síld í flekkjum fljótandi milli eyja við Stykkishólm þessa dagana. Einn viðmælenda Skessuhorns segir ljóst að skipstjórar á sumum nótaveiðiskipanna sýni þarna mikið virðingarleysi við náttúruna og að svona framferði skaði allt lífríki á grunnsævi í Breiðafirði. „Þeir eru að sleppa niður síld, sem hefur afhreistrast, í stórum stíl. Sú síld drepst og flýtur nú um allan sjó eða sest á botninn og veldur skaða á lífríkinu. Lyktin af rotnandi síldinni, sem flýtur um sjóinn, er ógeðsleg og meira að segja fuglinn lítur ekki við þessu.“

Menn telja ekki að þetta sé síld sem drepist hafi vegna sýkingar, hún hafi verið að reka á fjörur á vorin þegar sjór hlýnar. Þessi dauða síld sé einfaldleg vegna þess að nótaveiðiskipin séu að fá of stór síldarköst sem ekki sé hægt að innbyrða vegna kvótaskorts eða plássleysis, eða þá að verið sé að sleppa úr nótunum síld, sem sé of smá til vinnslu. Viðmælandi Skessuhorns hefur sínar skýringar á þessu. „Þetta er vítaverð umgengni við auðlindina og náttúruna og þeim til skammar sem að koma. Ég veit til þess að skipverjar á einu nótaskipanna voru að blogga um það í fyrra að þeir hefðu sleppt mikilli síld. Það er líka spurning hvort ekki eigi að banna nótaveiðar á grunnsævi eins og hér. Þetta eru erfiðar aðstæður fyrir stór skip hér inn á milli eyjanna, mikill straumur og grunnt. Lítið þarf því út af að bera til að nótaskipin lendi í vandræðum. Það er bara spurning hvenær stórt umhverfisslys verður hér.“

Nótaveiðiskipin eru nú hætt veiðum og skip Hafrannsóknarstofnunar hefur ekki verið á ferðinni síðan þau hófu veiðar. Smærri bátar hafa náð góðum afla að undanförnu í lagnet, rétt utan Stykkishólms, allt að fjórum tonnum í fimm net. Skipverjar þeirra báta hafa líka orðið fyrir því að fá netin upp illa lyktandi af rotnandi síld. Þá segja viðmælendur Skessuhorns að svipuð dæmi hafi komið upp í Grundarfirði og þar sé rotnandi síld í haugum á sjávarbotninum til mikils skaða fyrir lífríkið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is