20. desember. 2011 09:01
Á lokadegi Alþingis var samþykkt frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun þar sem leitast er við að jafna samkeppnisstöðu framleiðslu og útflutningsgreina á landsbyggðinni sem eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfnum. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var framsögumaður málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Í skeyti til Skessuhorns segist hún hafa lagt til milli annarrar og þriðju umræðu að sveitarfélög á Norðausturlandi yrðu flokkuð á svæði 2 eins og Vestfirðir og fengju þar með 20% endurgreiðslu flutningskostnaðar en svæði eitt fengi 10% endurgreiðslu. Lögin taka gildi 1. janúar 2012 og verða endurskoðuð fyrir lok ársins.