27. desember. 2011 01:51
Í kvöld á þriðja dag jóla verður Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Krists, jólasagan í alþýðustíl, leikin í Hjálmakletti, nýja menningarsalnum í Menntaskóla Borgarbyggðar. Ævintýrið hefst með athöfn í Borgarneskirkju kl. 18 en þaðan verður gengið í blysför að menntaskólanum þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Staðnæmst verður á leiðinni við Tónlistarskólann þar sem flutt verða jólalög af svölum skólans. Þetta er þriðja sinn sem Hinn guðdómlegi gleðileikur er fluttur. En hann var frumsýndur 27. desember árið 2008 og endurtekinn árið eftir. Þessi galna hugmynd kviknaði í október 2008 þegar samfélagið var í losti eftir efnahagshrunið, margir áttu erfitt og kviðu framtíðinni í algjörri óvissu.