Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2012 02:10

Fengu verðlaun fyrir að skrifa um heimabyggðina

Félagið Landsbyggðavinir í Reykjavík efndi fyrr í vetur til ritgerðaverkefnisins Heimabyggðin mín; nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Þrjú ungmenni af Vesturlandi fengu verðlaun fyrir verkefni sín. Tveir þeirra voru frá Reykhólaskóla, þær Elínborg Egilsdóttir og Fanney Sif Torfadóttir og sá þriðji frá Auðarskóla í Dölum; Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir. Höfuðborgarsvæðið átti líka sinn fulltrúa meðal þeirra fjögurra sem verðlaunuð voru fyrir verkefni sín. Það er Starkaður Pétursson úr Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem virðist ætla að standa undir þeim titli sem hann skráir sig undir í símaskránni, en það er hann sagður „snillingur.“

 

 

 

 

Verðlaunin voru afhent við athöfn í Háskólanum í Reykjavík í gær. Það var Unnur Birna Vilhjálmsdóttir verndari verkefnisins sem afhenti þau og var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra viðstödd athöfnina. Verðlaunasamkeppni sem þessi hefur áður verið haldin af félaginu Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni sem stofnað var 2003. Hefur það fengið ágætar viðtökur meðal grunnskólanema í landinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is