02. febrúar. 2012 01:01
Bikarglíma Íslands fór fram sl. laugardag í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands. Fjórir glímumenn frá Glímufélagi Dalamanna tóku þátt í mótinu og stóðu sig með stakri prýði. Systurnar Svana Hrönn og Sólveig Rós Jóhannsdætur ásamt Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur sigruðu í +60 flokki kvenna. Svana varð í fyrsta sæti og varð þar með bikarmeistari, Lóa varð önnur og Sólveg þriðja. Í opnum flokki var Lóa í öðru sæti og Svana í þriðja. Þá var frammistaða Guðbjarts Magnússonar ekki síðri en hann keppti upp fyrir sig í -80 flokki og sigraði, var þar með bikarmeistari í þeim flokki.