20. febrúar. 2012 08:01
Nýverið fór fram teiknisamkeppni meðal nemenda Grunnskóla Borgarfjarðar um táknmyndir fyrir einkunnarorð skólans sem eru: "Gleði - heilbrigði – árangur." Í tilkynningu frá skólanum segir að margar skemmtilegar myndir hafi borist frá nemendum úr öllum deildum skólans. Nemendur hafi lagt sig fram um að túlka viðfangsefnið. Sérstök dómnefnd var skipuð til að fara yfir hugmyndirnar og velja tákn. Dómnefndina skipuðu þær Helena Guttormsdóttir á Hvanneyri, Eva Lind Jóhannsdóttir á Kleppjárnsreykjum og Rebekka Guðnadóttir á Varmalandi. Einróma álit þeirra var að táknmynd Stellu Daggar Eiríksdóttur væri sú sem túlkaði best einkunnarorðin þrjú og fyrir það hlaut hún viðurkenningu.