20. febrúar. 2012 06:28
Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á fundi sínum sl. þriðjudag að nýta forkaupsrétt sinn að fullu vegna sölu Borgarbyggðar á 0,7% eignarhluta sínum í Faxaflóahöfnum í samræmi við gildandi samþykktir Faxaflóahafna sf. Áætluðu kaupverði, átta milljónum króna, verið mætt með greiðslu úr eignasjóði Akraneskaupstaðar. Fyrir liggur að Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur ætla einnig að nýta sér forkaupsrétt í hlutnum sem Borgarbyggð seldi fyrir 75 milljónir til Reykjavíkurborgar. Fyrir þessi viðskipti átti Reykjavíkurborg 75% í Faxaflóahöfnum, Akraneskaupstaður 10,7%, Skorradalshreppur 0,22%, Borgarbyggð 4,84% og Hvalfjarðarsveit 9,24%.