Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2012 10:20

Vilja að neysluvatn Skagamanna verði efnamælt oftar

Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð hefur sent forsvarsmönnum Akraneskaupstaðar og nokkurra stofnana bæjarins ábendingu vegna fækkunar mælinga á mengandi efnum í neysluvatni úr Berjadalsá. Þar er ítrekað erindi frá fundi 24. nóvember sl. þar sem rætt var um mælingar á gæðum neysluvatns af Akrafjalli. Segja forsvarsmenn Umhverfisvaktarinnar að stefna forsvarsmanna iðjuveranna á Grundartanga hafi verið að draga úr mælingum á efnamengun í ferskvatni, þ.m.t. í Berjadalsá, eins og fram kemur í tillögum þeirra að nýrri vöktunaráætlun. „Sú stefna er nú orðin að veruleika með samþykki Umhverfisstofnunar,“ segir í bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð. Þannig verður mælingum á mengandi efnum í neysluvatni úr Berjadalsá fækkað niður í eina á ári og skal hún fara fram að sumri. Áður var mælt einu sinni til tvisvar í mánuði yfir gróðrartímann. Mælingar hafa ekki farið fram yfir vetrartímann, frá október og fram í apríl.

 

 

 

„Umhverfisvaktin hefur ítrekað varað við hættu á mengun neysluvatns í miklum leysingum þegar efni sem safnast hafa í snjóalög, losna og berast út í Berjadalsá. Fyrir skömmu gerði miklar leysingar eftir langvarandi frosta- og snjóatíð. Þá hefði þurft að mæla eiturefni í neysluvatninu. Umhverfisvaktin sendi bæjarstjóra Akraneskaupstaðar erindi vegna þessa. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hvetur alla sem neyta vatns úr Berjadalsá til að gera ýtrustu kröfur um mengunarmælingar í ánni og beinir sérstökum tilmælum til forstöðumanna stofnana að beita sér fyrir fjölgun mælinga, einkum yfir vetrartímann. Rétt er að beina kröfum um þetta til bæjaryfirvalda og Umhverfisstofnunar,“ segir m.a. í bréfi Umhverfisvaktarinnar til forráðamanna Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is